Katrín Scheving - wGrótta - wValur (Eyjólfur Garðarsson)
Í kvöld mættust Fram 2 og Valur 2 í Lambhagahöllinni í Grill 66 deild kvenna.
Leikurinn reyndist vera algjör hörkuleikur enda liðin nokkuð áþekk að getu. Í fyrri hálfleik var lengi vel jafnt á öllum tölum og fóru leikmenn inn til búningsherbergja með stöðuna 15-15.
Í seinni hálfleik hélt jafnræðið áfram en Vals stelpur náðu 3 marka forskoti þegar 15 mínútur voru eftir. Fram stelpur jöfnuðu svo þegar 5 mínútur voru eftir í 31-31 og þær sýndu einfaldlega meiri kænsku og klókindi síðustu mínúturnar og uppskáru 36-34 sigur.
Hjá Fram 2 var Sóldís Rós Ragnarsdóttir markahæst með 11 mörk og Arna Sif Jónsdóttir varði 15 skot.
Hjá Val 2 var Laufey Helga Óskarsdóttir markahæst með 11 mörk og Guðrún Hekla Traustadóttir skoraði 10 mörk. Elísabet Millý Elíasardóttir varði 15 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.