Fram 2 sigraði Val 2 í Grill 66 deild kvenna
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Katrín Scheving - wGrótta - wValur (Eyjólfur Garðarsson)

Í kvöld mættust Fram 2 og Valur 2 í Lambhagahöllinni í Grill 66 deild kvenna.

Leikurinn reyndist vera algjör hörkuleikur enda liðin nokkuð áþekk að getu. Í fyrri hálfleik var lengi vel jafnt á öllum tölum og fóru leikmenn inn til búningsherbergja með stöðuna 15-15.

Í seinni hálfleik hélt jafnræðið áfram en Vals stelpur náðu 3 marka forskoti þegar 15 mínútur voru eftir. Fram stelpur jöfnuðu svo þegar 5 mínútur voru eftir í 31-31 og þær sýndu einfaldlega meiri kænsku og klókindi síðustu mínúturnar og uppskáru 36-34 sigur.

Hjá Fram 2 var Sóldís Rós Ragnarsdóttir markahæst með 11 mörk og Arna Sif Jónsdóttir varði 15 skot.

Hjá Val 2 var Laufey Helga Óskarsdóttir markahæst með 11 mörk og Guðrún Hekla Traustadóttir skoraði 10 mörk. Elísabet Millý Elíasardóttir varði 15 skot.

Sjáðu stöðuna í deildinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top