Hefur séð ýmislegt gerast á stuttum tíma
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Andrea Jacobsen (KERSTIN JOENSSON / AFP)

Það bárust slæm tíðindi úr herbúðum íslenska kvennalandsliðsins á dögunum þegar ljóst var að Andrea Jacobsen leikmaður liðsins hafi slitið liðband á ökkla á æfingu hjá félagsliði sínu Blomberg-Lippe. Andrea lék því ekki með liði sínu í forkeppni Evrópudeildarinnar gegn Val síðustu helgi og ekki er gert ráð fyrir að hún spili seinni leik liðanna í Valshöllinni á sunnudaginn.

Rætt var um meiðslin í nýjasta þætti Handkastsins þar sem velt var þeirri spurningu fyrir sér hvort það væri möguleiki að Andrea gæti spilað á heimsmeistaramótinu sem framundan er. Ísland leikur þar sinn fyrsta leik gegn Þjóðverjum 26.nóvember.

,,Það fer eftir því hvaða liðband hún sleit. Það eru skiptar skoðanir á liðböndum í ökkla yfir höfuð, hvernig vefur þetta er og annað slíkt. Þetta er tæpt en annað eins hefur gerst. Það fer eftir því hvernig þetta er. Ef þetta er alveg slitið og hversu miklar skemmdir eru,” sagði Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari karlaliðs Víkings sem var gestur Handkastinu.

,,Maður hefur séð ýmislegt gerast á stuttum tíma. Þetta gæti verið spurningarmerki,” bætti Aðalsteinn við.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top