Hrafnhildur Hanna sneri aftur á völlinn í síðustu umferð
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir lék sinn fyrsta leik með ÍBV á tímabilinu þegar liðið tók á móti KA/Þór í 8.umferð Olís deildar kvenna síðasta laugardag.

Hrafnhildur Hanna lék síðustu mínútur leiksins í öruggum fimmtán marka sigri, 39-24. Hún skoraði eitt mark í leiknum fyrir ÍBV.

Hrafnhildur Hanna sem starfar sem sjúkraþjálfari í Vestmannaeyjum hefur verið mikið frá vegna meiðsla á sínum ferli en hún er uppalin á Selfossi en yngri bróðir hennar er Haukur Þrastarson leikmaður Rhein Neckar Lowen, þá leikur Hulda Dís Þrastardóttir systir hennar með Selfossi í dag.

Hún lék ekkert með ÍBV á síðustu leiktíð eftir að hafa verið nokkuð frá vegna meiðsla tímabilið 2023-2024. Það verður áhugavert að fylgjast með hvort Hrafnhildur Hanna haldi áfram að leika með liði ÍBV í vetur en liðið situr í 3.sæti deildarinnar með 10 stig en liðið fer í Garðabæinn í dag og mætir þar botnliði Stjörnunnar í lokaleik 9.umferðarinnar klukkan 16:00.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top