Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Baldur Þorgilsson)
Í síðasta þætti Handboltahallarinnar var sýnd ótrúleg markvarsla frá landsliðsmarkverðinum, Söru Sif Helgadóttur er hún varði vítaskot frá samherja sínum í íslenska landsliðinu, Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur leikmanni Vals er liðið mættust í síðustu viku. ,,Það er ekki oft sem við sjáum svona eða hvað?” spurði Hörður Magnússon þáttastjórnandi Handboltahallarinnar. Það er ekki nema von að hann velti því fyrir sér því Sara Sif gerði sér lítið fyrir og greip vítakast frá Þórey Önnu sem var ekkert slor skot. ,,Ég hef aldrei séð svona áður ég var steinhissa þegar ég var að horfa á þennan leik. Þetta var engin vippa, hún negldi honum á markið,” sagði Ásbjörn Friðriksson getur Handboltahallarinnar. Vítakastið og markvörsluna má sjá hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.