wÍsland (Sævar Jónasson)
Alexandra Líf Arnarsdóttir línumaður Hauka í Olís-deild kvenna hefur verið bætt inn í HM hóp íslenska landsliðsins. Það er Handbolti.is sem greinir frá. Alexandra lék með íslenska landsliðinu í seinasta æfingaleik liðsins gegn Færeyjum um helgina og ferðaðist með liðinu gegn Lúxemborgar í kjölfarið en Alexandra kom inn vegna meiðsla Elísu Elíasdóttir sem hefur verið að glíma við axlarmeiðsli frá því í leik Vals gegn Blomberg Lippe um síðustu helgi. Alexandra er annar leikmaðurinn sem bætist við 16 manna leikmannahóp Íslands sem Arnar Pétursson landsliðsþjálfari valdi til að byrja með en áður hafði hann kallað inn Matthildi Lilju Jónsdóttur leikmann ÍR vegna meiðsla Andreu Jacobsen. Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM á miðvikudaginn þegar stelpurnar okkar mæta gestgjöfunum í Þýskalandi klukkan 17:00 í opnunarleik mótsins.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.