Dánjal var markahæstur í liði Fram í kvöld (Sævar Jónasson)
Framarar mættu FC Porto í næstsíðasta leik þeirra í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn höfðu Framarar tapað öllum leikjum sínum í keppninni og ekki tókst þeim að sækja sín fyrstu stig í dag. Þorsteinn Leó spilaði ekki með Porto í dag en hann er að glíma við meiðsli. Fór svo að Porto vann stórsigur 44-30 eftir að hafa verið 23-10 yfir í hálfleik. Antonio Martínez var markahæstur með 10 mörk. Dánjal Ragnarsson var markahæstur í liði Fram með 8 mörk.Bræðurnir Theodór og Viktor Sigurðssynir ásamt Arnari Magnússyni skoruðu 4 mörk hver. Max Emil Stenlund og Ívar Logi Styrmisson skoruðu 3 mörk hvor. Eiður Rafn Valsson skoraði 2 mörk og þeir Dagur Fannar Möller og Arnþór Sævarsson skoruðu sitt hvort markið. Arnór Máni Daðason varði 13 bolta og Garpur Druzin Gylfason varði 2 bolta.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.