Einar Þorsteinn er að glíma við meiðsli
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Einar Þorsteinn Ólafsson (Kristinn Steinn Traustason)

Landsliðsmaðurinn, Einar Þorsteinn Ólafsson var ekki í leikmannahópi Hamburgar í sigri liðsins gegn Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni um helgina. Einar Þorsteinn sagði í samtali við Handkastið að hann væri að glíma við smávægileg meiðsli.

Hamburg hafði betur í leiknum með átta mörkum 34-26 en liðið hafði tapað tveimur síðustu leikjum sínum í deildinni gegn Flensburg og Goppingen. Það var einmitt í síðasta leik liðsins gegn Goppingen sem Einar Þorsteinn meiddist undir lok leiks.

Í samtali við Handkastið vonast Einar Þorsteinn til þess að vera orðinn leikfær á nýjan leik eftir tvær vikur og gæti því misst af næstu tveimur leikjum liðsins í þýsku úrvalsdeildinni. Hann varð fyrir því óhappi að slíta sin örfáum mínútum fyrir leikslok í tapi liðsins gegn Göppingen í umferðinni á undan.

Hamburg er í 9.sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 13 stig eftir þrettán umferðir, stigi fyrir ofan Rhein Neckar Lowen. Liðið mætir Arnóri Þór Gunnarssyni og félögum í Bergischer í næstu umferð.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top