Veðbankar telja sigurlíkur Íslands í riðlinum litlar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Dana Björg Guðmundsdóttir (Kristinn Steinn Traustason)

Heimsmeistaramót kvenna hefst á morgun þegar stelpurnar okkar ríða á vaðið og mæta gestgjöfum Þýskalands  í opnunarleik mótsins klukkan 17:00 á íslenskum tíma í Porsche-Arena í Stuttgart. Löngu er orðið uppselt á leikinn enda ríkir mikil eftirvænting í Þýskalandi fyrir keppninni.

Veðbankar keppast um að búa til stuðla um hitt og þetta sem tengjast mótinu og fór Handkastið veðbanka íslensku þjóðarinnar, Coolbet og athugaði hvað þau höfðu upp á að bjóða.

Ísland leikur í C-riðli ásamt Þýskalandi, Úrúgvæ og Serbíu. Þýskaland er talið sigurstranglegasta liðið til að vinna riðilinn með 1.18 í stuðul en Serbía er með 5 í stuðul. Stuðullinn á að Ísland vinni riðilinn er 40 en nær engar líkur telur Coolet að Úrúgvæ vinni riðilinn sem er með 400 í stuðul. Miðað við þetta gerir Coolbet fastlega ráð fyrir því að íslenska liðið komist áfram í milliriðil en þrjú efstu lið riðilsins komast þangað.

Elín Klara Þorkelsdóttir er talin líklegust til að vera markahæsti leikmaður Íslands á mótinu en stuðulinn á það er 2.15. Næst kemur Sandra Erlingsdóttir með stuðulinn 3 en Sandra er fyrirliði liðsins. Næst á eftir þeim kemur Thea Imani Sturludóttir með stuðulinn 7 en athygli vekur að Andrea Jacobsen sem glímir við meiðsli er talin vera fjórða líklegust til að vera markahæst.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top