HM í dag – Færeyjar tapaði og öruggir sigrar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland (MARIJAN MURAT / dpa Picture-Alliance via AFP)

Heimsmeistaramót kvenna hófst í dag með fjórum leikjum en mótið fer fram í Hollandi og Þýskalandi. Íslensku stelpurnar riðu á vaðið gegn gestgjöfum Þjóðverja í Stuttgart Arena og biðu lægri hlut 32-25.

Alina Griseels var markahæst allra á vellinum með sjö mörken markahæst í liði Íslands var Elín Klara Þorkelsdóttir með fimm mörk.

Á sama tíma mættust Spánn og Paragvæ D-riðli keppninnar þar sem Spánverjar unnu með níu marka mun 26-17 eftir að hafa verið 15-9 yfir í hálfleik.

Danila So Delgado Pinto var markahæst spænska liðsins með sex mörk og Ona Vegue Pena kom næst með fimm mörk.

Í sama riðli mættust síðan Svartfjallaland og Færeyjar þar sem Svartfjallaland hafði betur 32-27 eftir að hafa verið 15-13 yfir í hálfleik. Pernille Brandenborg leikmaður Færeyja var markahæst allra á vellinu með átta mörk. Jelena Vukcevic var markahæst Svartfellinga með fimm mörk.

Um var að ræða fyrsta leik Færeyja á heimsmeistaramóti frá upphafi handboltasögunnar.

Að lokum vann Serbía, Úrúgvæ en þau lið eru með Íslandi og Þýskalandi í riðli. Serbía vann sannfærandi tólf marka sigur 31-29. Sara Garovic var markahæst í leiknum með sex mörk og Jovana Jovovic kom næst með fimm mörk.

Úrslit dagsins:

Þýskaland - Ísland 32-25
Serbía - Úrúgvæ 31-19
Svartfjallaland - Færeyjar 32-27

Spánn - Paragvæ 26-17

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top