Elísa Elíasdóttir (Baldur Þorgilsson)
Arnar Pétursson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins hefur gert eina breytingu á hópnum fyrir leikinn gegn Serbíu í kvöld. Elísa Elíasdóttir kemur inn í hópinn eftir að hafa glímt við meiðsli gegn Þjóðverjum á miðvikudagskvöldið þar sem Ísland tapaði 32-25. Alexandra Líf Arnardóttir tekur sér sæti upp í stúku í kvöld. Leikur Íslands hefst klukkan 19:30 og er í beinni útsendingu á RÚV. Hópinn má sjá hér að neðan: Markmenn: Aðrir leikmenn:
Hafdís Renötudóttir, Valur
Sara Sif Helgadóttir, Haukar
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda
Díana Dögg Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe
Elín Klara Þorkelsdóttir, Savehof
Elín Rósa Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe
Elísa Elíasdóttir, Valur
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR
Lovísa Thompson, Valur
Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar
Sandra Erlingsdóttir, ÍBV
Thea Imani Sturludóttir, Valur
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.