HM í dag – Íran tapaði með 34 mörkum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Danmörk (Thomas Traasdahl / Ritzau Scanpix / AFP)

Átta leikir fóru fram á fjórða degi heimsmeistaramóts kvenna í dag en mesta spennan var í leik Sviss og Senegal þar sem Sviss vann með einu marki 25-24 eftir jafnan og spennandi leik nær allan leikinn.

Í sama riðli vann Ungverjaland stærsta sigur dagsins er liðið vann Íran 34 marka sigur á Íran, 47-13 eftir að hafa verið tuttugu mörkum yfir í hálfliek 27-7. Já, hreint út sagt ótrúlegar tölur.

Norðurlandaþjóðirnar voru í eldlínunni í dag og unnu allar sannfærandi sigra. Danmörk vann Króatíu með ellefu mörkum 35-24, Svíþjóð vann Kúbu, 46-17 og þá vann Noregur þægilegan sigur á Kasakstan 41-16.

Á morgun heldur mótið áfram en íslensku stelpurnar verða í eldlínunni klukkan 14:30 þegar þær mæta Úrúgvæ.

Úrslit dagsins:
Angóla - Suður-Kórea 34-23
Brasilía - Tékkland 28-22
Rúmenía - Japan 31-27
Sviss - Senegal 25-24
Króatía - Danmörk 24-35
Kúba - Svíþjóð 17-26
Íran - Ungverjaland 13-47
Kasakstan - Noregur 16-41

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 20
Scroll to Top