Bendir Snorra Steini að skoða leikmann í 2.deildinni á Íslandi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Snorri steinn Guðjónsson (Kristinn Steinn Traustason)

Eins og Handkastið greindi frá um helgina mun Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari íslenska karla landsliðsins skila inn 35 manna lista til EHF á morgun fyrir evrópumótið sem fer fram í janúar. Á þeim lista verða þeir leikmenn sem Snorri Steinn getur notað á mótinu en síðar í desember velur hann lokahóp sinn fyrir mótið en þar verða einungis leikmenn af þessum 35 manna lista.

Boltablogg. á Facebook ritaði færslu á Facebook í kvöld þar sem Boltablogg. vakti athygli á því að Brynjar Jökull Guðmundsson línumaður hafi skorað 12 mörk úr 12 skotum fyrir Víking 2 um helgina í 2.deildinni. Það er kannnski ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að í kjölfarið bendir Boltablogg. Snorra Steini á að það væri ekki alvitlaus hugmynd hjá honum að horfa á leiki hjá Víkingi 2 í 2.deildinni.

,,Línustaðan er að margra áliti veikleiki landsliðsins og Snorri Steinn ætti kannski að kíkja á leik hjá Víkingi 2 áður en hann lokar 35 manna hópnum,” skrifaði Boltablogg. einnig en því miður getur Snorri ekki farið eftir ráðum Boltablogg. þar sem enginn Víkings 2 leikur í 2.deildinni er á dagskrá í kvöld og listinn verður sendur út til EHF á morgun.

Brynjar Jökull Guðmundsson lék með Víkingum síðustu ár en hefur undanfarin tvö tímabil leikið með Víking 2 í 2.deildinni, þar áður lék hann í mörg ár með Gróttu bæði í Olís og Grill66-deildinni.

Það verður áhugavert að sjá hvort Brynjar Jökull verður á 35 manna lista Snorra Steins en Handkastið stór efast hinsvegar um það.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top