35 manna listi Snorra Steins fyrir EM 2026 – Enginn Ágúst Elí
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Snorri Steinn Guðjónsson (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karla landsliðsins hefur tilnefnt 35 leikmenn sem koma til greina að leika á komandi Evrópumóti sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Riðlakeppni Íslands fer fram í Kristianstad þar sem Ísland er í riðli með Ungverjalandi, Póllandi og Ítalíu.

HSÍ tilkynnir jafnframt að lokahópur fyrir Evrópumótið verður gefinn út síðar í desember en Ísland hefur svo leik 16. janúar í Svíþjóð.

Athygli vekur að markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson er ekki á 35 manna lista Snorra Steins en hann var valinn í síðasta verkefni landsliðsins er Ísland lék tvo æfingaleiki gegn Þjóðverjum. Í millitíðinni rifti Ágúst Elí samningi sínum við Ribe-Esbjerg og er án félags sem stendur.

Sex leikmenn úr Olís-deild karla er á listanum, markverðirnir þrír, Aron Rafn Eðvarðsson, Björgvin Páll Gústavsson og Einar Baldvin Baldvinsson. Þá er Bjarni Ófeigur Valdimarssonar leikmaður KA á listanum, Arnór Snær Óskarsson sem gekk í raðir Vals á dögunum frá Kolstad og línumaðurinn Jón Bjarni Ólafsson.

Hópurinn er eftirfarandi

Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar (84/6)
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (284/26)
Einar Baldvin Baldvinsson, Afturelding (0/0)
Ísak Steinsson, Drammen (3/0)
Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona (71/2)

Hornamenn:
Bjarki Már Elísson, Veszprém (126/419)
Dagur Gautason, Arendal (0/0)
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (29/91)
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kaddetten Schaffhausen (55/165)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (85/230)
Stiven Tobar Valencia, Benfica (21/25)

Línumenn / Varnarmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen (104/109)
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (61/134)
Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (105/48)
Einar Þorsteinn Ólafsson, Hamburg (24/7)
Jón Bjarni Ólafsson, FH (0/0)
Sveinn Jóhannsson, Chambéry (17/26)
Tryggvi Þórisson, Elverum (0/0)

Útileikmenn:
Andri Már Rúnarsson, Erlangen (4/4)
Arnór Snær Óskarsson, Valur (4/2)
Benedikt Gunnar Óskarsson, Kolstad (5/1)
Bjarni Ófeigur Valdimarsson, KA (0/0)
Blær Hinriksson, Leipzig (0/0)
Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (21/24)
Elvar Örn Jónsson, Magdeburg (90/205)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg (72/159)
Haukur Þrastarsson, Rhein-Neckar Löwen (45/63)
Janus Daði Smárason, Pick Szeged (98/176)
Jóhannes Berg Andrason, Holsterbro (0/0)
Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg (37/72)
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg (91/328)
Reynir Þór Stefánsson, Melsungen (1/2)
Teitur Örn Einarsson, Gummersbach (45/44)
Viggó Kristjánsson, Erlangen (70/215)
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (18/36)

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top