Einkunnir Íslands: Erfiður dagur í Dortmund
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Iceland - Montenegro ((Photo by FEDERICO GAMBARINI / dpa Picture-Alliance via AFP)

Íslenska kvennalandsliðið átti ekki sinn besta dag í dag þegar þær mættu Svartfjallalandi í fyrsta leik í milliriðli á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi.

Íslenska liðið tapaði leiknum 27-36 eftir að hafa verið 11-14 undir í hálfleik. Byrjun síðari hálfleiks fór með leikinn þar sem Svartfellingar rúlluðu yfir okkur.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Handkastsins úr leiknum.

Hafdís Renötudóttir - 4
Byrjaði leikinn ágætlega og varði 4 af þeim 5 skotum sem hún varði í leiknum í upphafi leiksins. En síðan átti hún erfitt uppdráttar eins og aðrir í íslenska liðinu.

Sara Sif Helgadóttir- 4
Kom inná tvívegis í síðari hálfleik en náði ekki að setja mark sitt á leikinn með innkomu sinni.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir -7
Skoraði 6 mörk úr 8 skotum og nýtti tækifærin sem hún fékk í leiknum vel.

Elín Klara Þorkelsdóttir - 4
Átti erfiðan dag, tapaði 4 boltum og skoraði einungis 1 mark.

Elín Rósa Magnúsdóttir - 6
Allt í lagi frammistaða hjá henni, skoraði 6 mörk en tapaði boltanum oft illa. Bjartasti punkturinn í útilínu Íslands í leiknum.

Katrín Tinna Jensdóttir - 5
Nýtti eina færið sem hún fékk vel en hefði viljað sjá meira frá henni varnarlega.

Dana Björg Guðmundsdóttir -  7
Nýtti færin sín vel, keyrði hraðaupphlaupin og leikgleðin ávallt í fyrirrúmi hjá henni.

Thea Imani Sturludóttir - 4
Átti erfitt uppdráttar, skaut þrisvar á markið en náði ekki að skora og þá fór sjálfstraustið.

Sandra Erlingsdóttir - 5
Líkt og félagar hennar í útilínunni átti hún erfitt uppdráttar, sótti góð víti sem hún tók sjálf.

Elísa Elíasdóttir - 5
Nýtti færið vel en hefði viljað sjá meiri baráttu frá henni varnarlega.

Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir - 6
Besti varnarmaður Íslands í leiknum, mátti sín lítið gegn sterku liði Svartfellinga en baráttan var til staðar.

Díana Dögg Magnúsdóttir - 6
Hennar besti leikur sóknarlega með landsliðinu í töluverðan tíma. Var áræðin en hefði mátt nýta færin ögn betur.

Lovísa Thompson - 5
Kom inn í leikinn þegar við erum í basli sóknarlega og náði ekki að höggva á þann hnút

Alexandra Líf Arnarsdóttir - (spilaði ekki nóg)

Rakel Oddný Guðmundsdóttir - (spilaði ekki nóg)

Katrín Anna Ásmundsdóttir - (spilaði ekki nóg)

10 - Óaðfinnanleg frammistaða

9 - Frábær frammistaða

8 - Mjög góð

7 - Góð

6 - Ágæt

5 - Þokkaleg

4 - Léleg

3 - Mjög léleg

2 - Arfa slök

1 - Óboðleg frammistaða

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top