Feginn að losna við lang bestu liðin
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Arnar Pétursson (MARIJAN MURAT / dpa Picture-Alliance via AFP)

Fyrsti leikur stelpnanna okkar í milliriðli heimsmeistaramótsins sem haldið er í Þýskalandi og Hollandi fer fram í dag þegar Ísland mætir Svartfjallalandi klukkan 17:00.

Svartfjallaland, Spánn og Færeyjar hefja milliriðilinn öll með tvö stig ásamt Serbíu. Þýskaland er með fullt hús stiga, fjögur stig en Ísland mætir til leiks í milliriðilinn með 0 stig eftir grátlegt tap gegn Serbíu í riðlinum, með einu marki.

Handkastið heyrði í Arnari Pétursson landsliðsþjálfara og spurði hann hvort það væri extra svekkjandi að hafa ekki náð stiginu gegn Serbíu út frá því hvernig liðin úr hinum riðlinum koma inn í milliriðilinn með einungis tvö stig. 

,,Ég er búinn með það svekkelsi ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við vorum tæpar að ná í stig sem við náðum ekki. Ég var auðvitað svekktur til að byrja með en síðan varð ég stoltur af því hvernig stelpurnar spiluðu seinni hálfleikinn og hvernig við komum til baka. Ég er ennþá þar og hef verið það eftir þann leik.”

Arnar segist lítið vera að spá í einhverju meiru heldur en þeim leikjum sem bíða liðsins næstu daga. Það mætti segja að stelpurnar hafi verið heppnar með milliriðil því hann virðist vera mjög jafn.

,,Ég er lítið að horfa í annað en það að við erum að fara spila þrjá hörkuleiki. Ég tek undir með þér að ég er feginn að við séum laus við þessi elítu-lið sem eru langbest,” sem Arnar og nefndi þá þjóðir eins og Danmörku, Svíþjóð, Noreg, Frakkland og Holland.

,,Við erum að fara í hörkuleiki við þjóðir sem ég vona að séu nálægt okkur í styrkleika og þetta eru þjóðir sem við erum að reyna nálgast. Vonandi fáum við eins mikið og við getum úr þessum leikjum fyrir framtíðina.”

En hvar metur hann Svartfjallaland út frá þeim þjóðum sem við höfum mætt á mótinu?

,,Það sem við höfum séð af Svartfjallalandi þá eru þær nær Serbíu í styrkleika heldur en Þýskalandi. Þær eru með sterkan línumann og eru klókar í sínum árásum. Eins með Spán og miðað við hvernig þær eru að þróast þá eru þær einnig nær Serbíu í styrkleika heldur en Þýskalandi. Þróunin virðist vera þannig að þær þjóðir sem eru á toppnum eru að verða betri og betri og einhvernvegin að fjarlægast þær þjóðir sem eru fyrir aftan. Allir þeir leikmenn sem eru í þessu bestu þjóðum eru í bestu liðunum og að spila í Meistaradeildinni. Þá eru þessar þjóðir einnig á Ólympíuleikunum á fjögurra ára fresti sem gefur þeim aukin tíma saman til að þróa sig,” sagði Arnar og bætti við:

,,Síðan eru þjóðir frá 7-15 sem eru ekkert alltof langt frá hvort öðru og þar eru þessar þjóðir, Serbía, Svartfjallaland og Spánn og það verður gaman að geta metið sig gegn þessum þjóðum í næstu leikjum.”

Hann gerir ráð fyrir hörkuleik í dag gegn sterku liði Svartfelllinga.

,,Við vitum að Svartfellingarnir eru þræl sterkar. Það er mikil þyngd og styrkur í línumanninum og í vinstri skyttunni. Miðjumaðurinn þeirra er frábær og er svolítið öðruvísi en hinir leikmenn liðsins, hún er klók og finnur línuna vel. Við þurfum að búa okkur undir margt fyrir leikinn. Þær spila aðeins 7 á 6 og eru góðar varnarlega. Við þurfum því að vera klárar fyrir ýmislegt í dag,” sagði Arnar að lokum. 

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top