Þýskaland - Færeyjar (FEDERICO GAMBARINI / dpa Picture-Alliance via AFP)
Sjö leikir fóru fram í heimsmeistaramóti kvenna sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi um þessar mundir. Fjórir leikir fóru fram í lokaumferð riðlakeppninnar og þrír leikir fóru fram í milliriðli 2 þar sem íslenska landsliðið er í eldlínunni. Argentína og Túnis voru síðustu þjóðirnar til að tryggja sér áfram í milliriðil en þær þjóðir unnu sannfærandi sigra í dag í hreinum úrslitaleikjum um sæti í milliriðlum. Argentína vann Egyptaland með þrettán mörkum 27-14 og Túnis vann Kína með sex mörkum 34-28. Holland vann riðil E eftir sigur á Austurríki með tólf mörkum í lokaleik riðsilsins, 34-22. Og þá Í milliriðli 2 tapaði íslensku stelpurnar gegn Svartfjallalandi með níu mörkum 27-36 eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik 14-11. Serbía vann Spán með tveimur mörkum 31-29 eftir að hafa verið 19-17 undir í hálfleik. Spænska liðið náði mest sex marka forystu í seinni hálfleik 26-20 en Serbarnir unnu lokakaflann 11-3 en þær breyttu stöðunni úr 27-22 í 27-28. Ótrúleg endurkomusigur Serba. Í lokaleiknum unnu heimakonur í Þýskalandi síðan Færeyjar með tíu mörkum 36-26 eftir að hafa verið 20-14 yfir í hálfleik. Jafnrræði var með á liðunum í upphafi leiks en úr stöðunni 8-8 gáfu þýsku stelpurnar í og náðu mest sjö marka forystu í fyrri hálfleik. Heimsmeistaramótið heldur áfram á morgun þegar leikir í millriðlum halda áfram.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.