Ísak Gústafsson (Baldur Þorgilsson)
Selfyssingurinn sem gekk í raðir TMS Ringsted í Danmörku í sumar frá Val, Ísak Gústafsson er í liði 14.umferðar í dönsku úrvalsdeildinni í vikunni. Ringsted vann langþráðan og góðan sigur á botnliðinu Grindsted 35-31 í 14.umferðinni þar sem Ísak Gústafsson skoraði sex mörk úr sex skotum. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum í leiknum. Oliver Wosniak liðsfélagi Ísaks er einnig í liði umferðarinnar í vinstri skyttunni. Sigurin Ringsted gegn Grindsted var lífsnauðsynlegur en einungis fjórum stigum munaði á liðunum fyrir leikinn. Með sigrinum fór Ringsted upp í níu stig og jafnaði þar Fredericia og Nordsjælland að stigum í 11.-13.sæti deildarinnar en Grindsted situr á botninum með þrjú stig.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.