Telur langsótt að Þorsteinn Leó verði með á EM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Þorsteinn Leó Gunnarsson (Kristinn Steinn Traustason)

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari íslenska karla landsliðsins valdi í vikunni 35 manna lista leikmanna sem eru löglegir með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu sem framundan er í janúar á næsta ári. 

Þorsteinn Leó Gunnarsson leikmaður Porto er á listanum en hann meiddist illa á nára á dögunum og fyrstu fréttir gáfu til kynna að Þorsteinn Leó yrði ekki orðinn leikfær fyrir EM í janúar. Snorri Steinn segir að sjálfsögðu að hann vonist eftir því að batinn á meiðslum Þorsteins verði hraðari en áætlað var í fyrstu.

,,Ég vona klárlega að Þorsteinn Leó nái jafn skjótum bata og Janus Daði. Ég er samt raunsær, það þarf töluvert að ganga upp svo hann verði leikfær á EM. Við þurfum líka að hafa það í huga og reikna með að okkur gangi vel og komumst langt á mótinu og það gefur þá Þorsteini Leó aukið tækifæri til að bætast við hópinn þegar líður á mótið,” sagði Snorri Steinn sem taldi það hinsvegar vera rétt að hafa hann á listanum.

,,Endurhæfingin gengur betur en menn reiknuðust með án þess að byggja upp einhverjar vonir. Honum gengur ágætlega en þetta er langsótt. Það er heldur ekkert leyndarmál að þessi meiðsli hans  setja strik í reikninginn á valinu á 18 manna lokahópnum og þessi meiðsli geta haft töluverð áhrif á það val.”

Hvað á Snorri Steinn við?

,,Án þess að fara eitthvað djúpt í það, þá snýst þetta um hrókeringar hér og þar. Þetta snýst um taktískar breytingar sem hafa áhrif á okkar varnarleik, skiptingum vörn og sókn. Þetta snertir meira en akkúrat stöðuna hjá Þorsteini Leó. Þetta hefur í það minnsta áhrif á það að við í teyminu þurfum að teikna upp ákveðna hluti og höfum ekki tekið neina ákvörðun hvað það varðar.”

,,Þetta hristi aðeins upp í mínum pælingum,” sagði Snorri Steinn að lokum í samtali við Handkastið.

Sjáðu 35 manna listann hér.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top