Þýskaland - Færeyjar (FEDERICO GAMBARINI / dpa Picture-Alliance via AFP)
Keppni í milliriðlum á heimsmeistaramóti kvenna lauk í gærkvöldi og nú er því orðið ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum mótsins. Átta liða úrslitin hefjast í dag með tveimur leikjum. Klukkan 16:15 verða heimakonur í Þýskalandi í eldlínunni þegar þær mæta Brasilíu. Í kvöld mæta síðan Evrópu- og Ólympíumeistarar Noregs til leiks og leika þar gegn Svartfjallalandi. Á miðvikudag fara síðan seinni tveir leikirnir í átta liða úrslitum fram. Klukkan 17:00 mætast Holland og Ungverjaland í Hollandi og síðar um kvöld mætast Danmörk og heimsmeistarar, Frakka. Leikirnir fara báðir fram í Rotterdam. Úrslitahelgi mótsins verður svo leikin í Dortmund í Þýskalandi um helgina.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.