Einn dýrasti leikmaður Grill66-deildarinnar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Bjarki Jóhannsson (J.L.Long)

Unglingalandsliðsmaðurinn, Bjarki Jóhannsson gekk í raðir FH í sumar frá danska stórliðinu Álaborg. Mikil eftirvænting var í Kaplakrikanum fyrir komu Bjarka en spil mínútur hans á tímabilinu hafa ekki verið miklar í Olís-deildinni en hann hefur hinsvegar verið á fleygiferð með venslaliði FH, ÍH í Grill66-deildinni.

Bjarki var ekki meðal markaskorara FH í tapi liðsins gegn Val í síðustu umferð Olís-deildarinnar en FH var 29-27 yfir þegar lítið var eftir af leiknum. Valsarar áttu hinsvegar ótrúlega endurkomu og skoruðu sjö síðustu mörk leiksins.

,,Vissulega væri ég til í að sjá hann fá að spila meira. Ég veit að hann sá þetta örugglega ekki fyrir sér að koma heim til Íslands og spila með ÍH. Það var verið að sækja hann frá Danmörku,” sagði Stymmi klippari í nýjasta þætti Handkastsins þegar rætt var um hlutverk Bjarka í liði FH á tímabilinu. Bjarki hefur verið í hóp í öllum 13 leikjum FH í vetur en fá tækifæri fengið. Hann hefur skorað níu mörk í Olís-deildinni en raðað inn mörkum fyrir ÍH í Grill66-deildinni.

,,Þetta er einn dýrasti leikmaður í Grill66-deildinni,” bætti Arnar Daði þáttastjórnandi Handkastsins við áður en Stymmi hélt áfram.

,,Það var mikið látið með hann. Hann var á skýrslu með Álaborg á sínum tíma í Meistaradeildinni, ungur og efnilegur strákur. En við værum til í að sjá hann í einhverju öðru liði heldur en á bekknum hjá FH og spila með ÍH. Hann fer samt aldrei í Þór, þar sem hann er KA-maður,” sagði Stymmi.

Kristinn Björgúlfsson var gestur Handkastsins og velti fyrir sér hvort hann ætti ekki að reyna fara á lán í eitthvað annað lið í Olís-deildinni eftir áramót.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top