HM í dag – Þýskaland og Noregur leika til verðlauna
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Norway - Montenegro (FEDERICO GAMBARINI / dpa Picture-Alliance via AFP)

Tveir leikir fóru fram á heimsmeistaramóti kvenna í dag þegar fyrsti leikirnir í átta liða úrslitum keppninnar fóru fram í Dortmund.

Heimakonur í Þýskalandi unnu sannfærandi sjö marka sigur á Brasilíu 30-23 í fyrri leik dagsins og í seinni leiknum vann Noregur enn einn sannfærandi sigur sinn á mótinu þegar þær unnu Svartfjallaland 32-23.

Þar með er ljóst að Þýskaland leikur til verðlauna á heimsmeistaramóti kvenna í fyrsta sinn í 18 ár.  Antje Doll var markahæst í liði Þjóðverja með sex mörk í leiknum en Bruna De Paula var markahæst í liði Brasilíu með sex mörk einnig. Emily Bölk kom næst með fimm mörk. Þýska liðið hafði snemma mikla yfirburði í leiknum og komst fljótlega í fimm marka forystu í stöðunni 9-4. Staðan var 17-11 Þjóðverjum í vil í hálfleik.

Þjóðverjar mæta sigurvegurunum úr viðureign Danmerkur og Frakklands sem mætast klukkan 20:00 annað kvöld.

Í seinni leik dagsins héldu norsku stelpurnar uppteknum hætti og unnu sannfærandi níu marka sigur 32-23 eftir að hafa verið 19-11 yfir í hálfleik. Henny Reistad var markahæst í liði Noregs með níu mörk en Durdina Jaukovic var markahæst í liði Svartfellinga með átta mörk. Nora Mörk var næst markahæst í liði Noregs með fjögur mörk. 

Noregur mætir sigurvegaranum úr viðureign Hollands og Ungverjalands sem mætast klukkan 17:00 á morgun.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top