Ótrúlegir yfirburðir – Með markatöluna 215-108 á HM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Anniken Wollik - Noregur (INA FASSBENDER / AFP)

Norska kvennalandsliðið er af mörgum taldar líklegastar til að vinna heimsmeistaramótið sem er í gangi um þessar mundir. Norska liðið hefur unnið alla leikina sína á mótinu til þessa og eru komnar í 8-liða úrslit keppninnar.

Noregur mætir Svartfellingum í 8-liða úrslitum keppninnar í kvöld klukkan 19:30. 

En það er ekki bara það að norska liðið hefur unnið alla leikina sína á mótinu heldur hefur liðið unnið alla sína leiki með miklum yfirburðum. Minnsti sigur liðsins til þessa á mótinu var tólf marka sigur gegn Angóla 31-19.

Noregur hefur unnið leiki sína á mótinu að meðaltali með rúmlega 17 marka mun. Stærsti sigur liðsins á mótinu var gegn Kasakstan er þær unnu með 25 marka mun.

Hér að neðan má sjá úrslit Noregs á mótinu:
Noregur - Brasilía 33-14 - 19 marka sigur
Noregur - Tékkland 37-14 - 23 marka sigur
Noregur - Svíþjóð 39-26 - 13 marka sigur
Noregur - Angóla 31-19 - 12 marka sigur
Noregur - Kasakstan 41-16 - 25 marka sigur
Noregur - Suður-Kórea 34-19 - 15 marka sigur

Noregur 215 - 108 Andstæðingar

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top