Toppslagur Gróttu og Víkings á föstudaginn – Hvort liðið fer beint upp í Olís deildina?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Víkingur (Emma Elísa Jónsdóttir)

Föstudaginn næstkomandi, 12. desember kl. 18:00 á Seltjarnarnesi fer fram leikur ársins í Grill 66 deild karla.

Grótta og Víkingur mætast þar í sannkölluðum toppbaráttuslag og mjög líklegt að þetta sé hreinlega úrslitaleikur um sigur í deildinni og komast beint upp í Olís deildina.

Bæði lið hafa leikið 14 leiki og hafa bæði lið unnið 12 leiki, gert 1 jafntefli og tapað 1 leik. Víkingar hafa skorað 482 mörk og fengið á sig 390 mörk. Sem gerir 92 mörk í plús. Grótta hefur skorað 499 mörk og fengið á sig 413 mörk. Sem gerir 86 mörk í plús. Jafnara getur það varla verið.

Markahæstu menn Víkings eru Ísak Óli Eggertsson með 90 mörk, Sigurður Páll Matthíasson með 80 mörk og Kristófer Snær Þorgeirsson með 74 mörk.

Markahæstu menn Gróttu eru Gunnar Hrafn Pálsson með 96 mörk, Antoine Óskar Pantano með 66 mörk og Tómas Bragi Lorriaux Starrason með 64 mörk.

Það er ljóst að þetta verður rosalegur toppbaráttuslagur næstkomandi föstudagskvöld og afar hart barist. Það liggur í augum uppi að sigurvegarinn í þessum leik verður með pálmann í höndunum að sigra deildina og tryggja sér farseðilinn upp í Olís deildina.

Á næstu dögum hér á síðunni munu nokkrir aðilar í handknattleikshreyfingunni spá í spilin og koma með sína spá fyrir leikinn.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top