Katrin Klujber (Attila KISBENEDEK / AFP)
Síðari tveir leikirnir í 8 liða úrslitum á heimsmeistaramóti kvenna fóru fram í dag. Heimakonur í Hollandi mættu Ungverjum í fyrri leik dagsins og unnu Holland afar sannfærandi sigur 28-23 sigur og eru því komnar í undanúrslit keppninar. Í síðari leik dagsins mættust Danmörk og Frakkland. Frönsku stelpurnar sýndu mátt sinn og meginn í leiknum og unnu að lokum 5 marka sigur, 31-26. Það er því orðið ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum heimsmeistaramótsins. Þjóðverjar mæta Frökkum á föstudaginn í Rotterdam. Í hinum leiknum mætast Holland og Noregur og fer sá leikur fram í Rotterdam þar sem óhætt er að vænta þess að heimakonur verði rækilega studdar af áhorfendum gegn þeim norsku. Undanúrslitaleikirnir fara báðir fram á föstudaginn og byrjar sá fyrri klukkan 16:45 og síðari klukkan 19:45

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.