Er þetta einhver versta fjárfesting HSÍ í langan tíma?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

bolti (Egill Bjarni Friðjónsson)

Í nýjasta þætti Handkastsins vildi Arnar Daði Arnarsson, þáttastjórnandi Handkastsins opna á umræðu um þær auka Spiideo-vélar sem HSÍ keypti fyrir félögin í landinu í sumar og settu upp í íþróttahúsin í þeirri trú að það myndi bæta útsendingarnar í Handboltapassanum.

Arnar Daði sagðist hafa fengið þennan umræðupunkt upp í höfuðið á sér í miðjum þætti en þegar hann hugsaði meira út í það, þá man hann ekki eftir að hafa horft á leik í Handboltapassanum þar sem félögin væru að nýta sér þessar auka myndavélar. 

,,Ég var að hugsa um þessar auka Spiideo-vélar sem HSÍ keypti fyrir tímabilið og bættu við í íþróttahúsin. Er þetta einhver versta fjárfesting í langan tíma? Er einhver félög að nýta þessar auka vélar í Handboltapassanum?,” spurði Arnar Daði þá Stymma klippara og Kristin Björgúlfsson.

,,Ég man ekki eftir að hafa legið upp í sófa með fjölskyldunni og horft á Handboltapassann þar sem maður er að fá einhverja aðra vinkla,” bætti Arnar Daði við áður en Kristinn tók til máls.

,,Ég held að þar gætum við bætt okkur - að skipta á milli véla. Ég held að það sé bara okkar besti Höddi Magg. sem hefur verið að nýta sér þessa auka myndavélar í Handboltahöllinni.”

Arnar Daði ímyndaði sér að þarna hafi Spiideo grætt helling með því að selja HSÍ þá hugmynd að þetta yrði frábært fyrir Handboltapassann, að áhorfendur heima í stofu myndu fá fleiri sjónarhorn af leiknum en þegar upp er staðið notar engin félög þessa tækni og fjárfestingin því glötuð.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top