Fyrsti sigur Leipzig – Ekkert stöðvar Magdeburg
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ómar Ingi Magnússon (Andreas Gora / AFP)

Sex leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Þar ber hæst fyrsti sigur Leipzig á tímabilinu en um var að ræða 16.umferð deildarinnar. Leipzig vann tveggja marka sigur á Hamburg 29-27 þar sem Blær Hinriksson skoraði eitt mark í leiknum.

Um var að ræða fyrsta leik Dean Bombac með Leipzig en hann gekk í raðir liðsins á dögunum. Bombac skoraði tvívegis í leiknum. Einar Þorsteinn Ólafsson var ekki með Hamburg í leiknum en hann er að glíma við meiðsli.

Minden vann eins marks sigur á Íslendingaliði Erlangen 30-29. Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk í liði Erlangen og gaf sjö stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson skoraði fjögur mörk í leiknum. Lífsnauðsynlegur sigur Minden sem eru nú komnir með níu stig í 15.sæti deildarinnar en Erlangen er einungis með 11 stig, sæti ofar.

Það fær Magdeburg ekkert stöðvað en liðið vann sinn tuttugasta leik í röð í öllum keppnum er liðið vann Melsungen með fjórum mörkum á heimavelli 31-27. Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg og þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Elvar Örn Jónsson tvö mörk hvor.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir Melsungen en Reynir Þór Stefánsson var ekki í leikmannahópi Melsungen í leiknum.

Þá vann Hannover-Burgdorf loks fimm marka sigur 38-28 á Wetzlar á útivelli. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf. Hannover er í 11.sæti deildarinnar á meðan Wetzlar eru næst neðstir með jafn mörg stig og Leipzig.

Úrslit gærkvöldsins:
Goppingen - Lemgo 26-33
Kiel - Stuttgart 33-32
Minden - Erlangen 30-29
Wetzlar - Hannover-Burgdorf 28-38
Leipzig - Hamburg 29-27
Magdeburg - Melsungen 31-27

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top