10 mörk Katrínar Helgu dugði ekki til gegn Val 2
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Katrín Helga (Emma Elísa Jónsdóttir)

Í kvöld mættust Afturelding og Valur 2 í Grill 66 deild kvenna og var leikið í Myntkaup höllinni.

Vals stelpur mættu gríðarlega ákveðnar til leiks og voru miklu fastari fyrir í öllum aðgerðum og náðu fljótt góðu forskoti og var staðan orðin 4-10 eftir rúmlega 11 mínútna leik. Vals stelpur slökuðu ekkert á klónni og héldu áfram sjó. Þær fóru inn til búningsherbergja með stöðuna 14-19 í hálfleik.

Í seinni hálfleik tóku Aftureldingar stelpur aðeins við sér og náðu að minnka muninn niður í 2 mörk. Nær komust þær ekki og fóru Vals stelpur aftur að bæta við forskotið. Að lokum fór það svo að Vals stelpur sigruðu 27-32. Sanngjarn og nokkuð sannfærandi sigur hjá gestunum frá Hlíðarenda.

Hjá Val 2 var Laufey Helga Óskarsdóttir og Ágústa Rún Jónsdóttir markahæstar með 7 mörk. Elísabet Millý varði 11 skot.

Hjá Aftureldingu voru markverðirnir með samtals 12 bolta varða. Katrín Helga Davíðsdóttir átti flottan leik og setti 10 mörk.

Sjáðu stöðuna í deildinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top