Henny Reistad (FEDERICO GAMBARINI / dpa Picture-Alliance via AFP)
Fjórir leikir eru eftir af heimsmeistaramóti kvenna en einungis undanúrslitaleikirnir, leikur um 3.sætið og svo sjálfur úrslitaleikurinn er eftir á mótinu. Undanúrslitin fara fram á morgun þegar Frakkland og Þýskaland mætast og í kjölfarið mætast Holland og Noregur en leikirnir fara fram í Rotterdam í Hollandi. Síðustu tveir leikirnir verða síðan leiknir á sunnudaginn. Handkastið hefur tekið saman tíu markahæstu leikmenn mótsins fyrir úrslitahelgina en Forsetabikarinn lauk í gær þar sem Króatía tryggði sér Forsetabikarinn eftir sannfærandi sigur á Kína. Af þeim tíu markahæstu leikmönnum heimsmeistaramótsins eru þrír leikmenn sem eiga eftir að spila tvo leiki aðrar hafa lokið keppni. Henny Reistad er fjórtán mörkum á eftir Lorena Téllez frá Kúbu og þarf því að vera iðin við kolann til að skáka þeirri kúbversku um markadrottningartitilinn.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.