Norsku stelpurnar lang líklegastar til að verða heimsmeistarar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Noregur (Sascha Schuermann / AFP)

Undanúrslitin á heimsmeistaramóti kvenna fara fram annað kvöld í Rotterdam í Hollandi þar sem fjögur bestu lið heims mæta til leiks. 

Frakkland og Þýskaland ríða á vaðiðið klukkan 16:45 og klukkan 19:45 mætast Holland og Noregur. Umræða var um það erlendis í vikunni að Frakklandi hafi tapað viljandi gegn Hollandi í milliriðlinum til að sleppa við að mæta Noregi í undanúrslitunum en Frakkland eru ríkjandi heimsmeistarar eftir sigur á Noregi í úrslitaleik heimsmeistaramótsins árið 2023.

Ef rýnt er í stuðlanna á veðmálasíðunni Coolbet eru norsku stelpurnar taldar líklegastar til að verða heimsmeistarar með stuðulinn 1.50 en næstar eru Frakkar með stuðulinn 3.75. Þjóðverjarar eru með stuðulinn 7.5 og Holland eru taldar ólíklegastar til að vinna mótið með stuðulinn 8.

Ef rýnt er í líklega sigurvegara í undanúrslitaleikjunum sjálfum er gert ráð fyrir öruggum sigrum Frakklands og Noregs í undanúrslitaleikjunum.

Eitt er víst að spila þarf leikina til að útkljá hvaða þjóð verður heimsmeistari og staðan verður jöfn, 0-0 þegar allir leikirnir sem eftir eru hefjast.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top