HANDBALL-WORLD-MEN-NED-AUT ((Photo by Anne-Christine POUJOULAT)
Einn besti leikmaður hollenska landsliðsins hefur ákveðið að taka frí frá Evrópumeistaramótinu sem fram fer í janúar 2026. Kay Smits leikmaður Gummersbach hefur náð fullri heilsu og er byrjaður að spila með félagsliðinu sínu en þrátt fyrir það hefur hann ákveðið að gefa ekki kost á sér í hollenska landsliðshópinn sem fer á mótið í janúar. Smits er að jafna sig eftir hjarta vandamál sem héldu honum frá vellinum í talsverðan tíma og ætlar að setja fókusinn á að jafna sig og taka hvíld frá því mikla álagi sem fylgir því að spila á stórmóti í handbolta. ,,Öll próf undanfarna mánuði hafa verið jákvæð og ekkert mælir gegn þátttöku á EM. Þrátt fyrir það vil ég fylgjast vel með álaginu og hef því valið að sleppa þessu móti. Mér líður vel og er fullkomlega hress, en lokamót krefst annars takts og vinnuálags. Þetta var erfið ákvörðun, því ég elska að vera hluti af hollenska landsliðinu. Heilsan er í fyrirrúmi og ég vil ekki flýta mér neitt," sagði Smits í viðtalið við hollenska fréttamiðilinn Handbal NL Evrópumótið hefst 15.janúar næstkomandi.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.