Noregur fagna heimsmeistaratitilinum ((Photo by JOHN THYS)
Heimsmeistaramótinu í handbolta lauk í dag þegar Noregur og Þýskaland léku til úrslita. Það var gríðarlegt jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik og bæði lið spiluðu sterkar varnir og því var markaskorið ekki hátt. Til að mynd náði Noregur ekki að skora mark í heilar 9 mínútur í fyrri hálfleik en það kom þó ekki að sökn þar sem liðin voru jöfn í hálfleik 11-11. Norska liðið byrjaði síðari hálfleikinn gríðarlegar vel og komst í þriggja marka forskot í upphafi síðari hálfleiks en þá tóku Þjóðverjar leikhlé og náði að jafna leikinn hægt og rólega. Jafnt var á nánast öllum tölum en þegar 5 mínútur voru til leiksloka þá náðu norsku stelpurnar að síga frammúr og tryggðu sér fimmta heimsmeistaratitilinn með 23-20 sigri á þeim þýsku. Katrine Lunde var frábær í sínum síðasta leik fyrir norska landsliðið og varði 14 skot í leiknum eða 41% skota sem komu á hana. Hjá þýska liðinu varði Katharina Filter 6 skot. Henry Ella Reistad og Thale Deila skoruðu 5 mörk fyrir norska liðið en hjá þýska liðinu voru Alina Grijseels, Emily Vogel og Viola Leuchter skoruðu allar 4 mörk. Í leiknum um þriðja sætið áttust Frakkland og Holland við. Franska liðið var einu marki yfir í fyrri hálfleik 12-11. Jafnt var nánast á öllum tölum í síðari hálfleik og lauk leiknum með 26-26 jafntefli og þyrfti því að grípa til framlengingar. Þar höfðu Frakkar betur og tryggðu sér bronsið með 33-31 sigri. Sarah Bouktit var markahæst hjá Frökkum með 9 mörk en hjá Hollandi voru Angela Malestein, Bo van Wetering og Romee Maarschelkeweerd markahæstar með 6 mörk. Hatadou Sako varði 12 skot hjá Frakklandi en hjá Hollandi varði Yara Ten Holte 11 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.