Grótta nartar áfram í hælana á HK með góðum heimasigri
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Grótta KVK (Eyjólfur Garðarsson)

Í kvöld mættust Grótta og Valur 2 í Grill 66 deild kvenna og leikið var á Seltjarnarnesi.

Grótta mættu sterkari til leiks og eftir korter voru þær 9-5 yfir. Þær héldu uppteknum hætti og bættu bara í. 17-10 urðu hálfleikstölur. Gróttu stelpur slökuðu ekkert á í seinni hálfleik og eftir korter í seinni hálfleik var staðan 24-18. Vals stelpur náðu aldrei að ógna því að neinu ráði að jafna leikinn og náðu mest að minnka muninn í 3 mörk. 29-26 urðu lokatölur. Mikilvægur sigur hjá Gróttu stelpum sem halda áfram að narta í hælana á HK stelpum um sæti í Olís deildinni að ári.

Hjá Val 2 var Laufey Helga Óskarsdóttir í sérflokki eins og oft áður og skoraði hún 13 mörk. Elísabet Millý varði 7 skot.

Hjá Gróttu var Elísabet Ása Einarsdóttir og Edda Steingrímsdóttir markahæstar með 5 mörk. Markvarslan var frábær hjá heimakonum og vörðu þær Anna Karólína og Andrea samtals 19 skot.

Sjáðu stöðuna í deildinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top