Geitin kvaddi með gulli – Vann tólf af átján úrslitaleikjum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Katrine Lunde (FEDERICO GAMBARINI / dpa Picture-Alliance via AFP)

Markvörðurinn ótrúlegi, Katrine Lunde lék um helgina sinn síðasta landsleik fyrir norska landsliðið er hún tryggði Noregi heimsmeistaratitilinn eftir sigur á Þýskalandi í úrslitaleik. Var þetta þriðji heimsmeistaratitilinn sem Katrine Lunde vinnur með norska landsliðinu.

Lunde sem er ekki nema 45 og verður 46 ára síðar á árinu tilkynnti fyrir heimsmeistaramótið sem hófst í lok nóvember að þetta yrði hennar síðasta verkefni með norska landsliðinu. Lunde var að lokum valin besti markvörður mótsins.

Farsælli handboltamann er erfitt að finna en hún hefur unnið til 21 verðlauna með norska landsliðinu á stórmótum í gegnum tíðina. 

Förum aðeins yfir það hvað Katrine Lunde hefur unnið með norska landsliðinu:

Sjö gull á EM
Þrjú gull á Ólympíuleikum
Þrjú gull á HM

Tvö silfur á EM
Þrjú silfur á HM

Tvö brons á Ólympíuleikum
Eitt brons á HM

Alls hefur Katrine Lunde leikið átta úrslitaleiki á stórmótum og unnið tólf af þeim leikjum sem er ótrúlegur árangur.

JOHN THYS / AFP)
Norway's goalkeeper #16 Katrine Lunde (C) celebrates with the IHF Women's Handball World Cup trophee as Norway's players pose during the podium ceremony after winning 1st place in the IHF Women's Handball World Championship at the Rotterdam Ahoy Arena, in Rotterdam on December 14, 2025. (Photo by JOHN THYS / AFP)

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top