Handkastið Podcast (
Sérfræðingurinn fékk þá Einar Inga Hrafnsson og Ásgeir Jónsson til að fara yfir það sem hefur gerst í handboltanum hér heima síðustu daga. Stelpurnar eru farnar aftur af stað í Olís-deild kvenna á meðan Olís-deild karla er komin í jólafrí. Snorri Steinn Guðjónsson velur lokahópinn fyrir EM í vikunni og þá var mikill hiti í toppslagnum í Grill66-deildinni. Hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.