Snorri Steinn Guðjónsson (Kristinn Steinn Traustason)
HSÍ hefur boðað til blaðamannafundar á morgun, 18. desember klukkan 13:00 þar sem Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari tilkynnir þá hvaða leikmenn hann velur til að leika á komandi Evrópumóti sem hefst 15. janúar. Í tilkynningunni frá HSÍ segir að Janus Daði Smárason leikmaður Pick Szeged og Björgvin Páll Gústavsson leikmaður Vals munu einnig sitja fyrir svörum á fundinum. Þar segir ennfremur að fundarstjóri verður grínistinn og íþróttaunnandinn Jóhann Alfreð Kristinsson. Snorri Steinn hefur sagt í viðtali við Handkastið að hann geri ráð fyrir að velja 18 manna leikmannahóp fyrir EM en 16 leikmenn eru á skýrslu í hverjum leik á mótinu. Fyrsti leikur Íslands á EM verður föstudaginn 16. janúar gegn Ítalíu. 18. janúar mætir liðið síðan Póllandi og að lokum mætir liðið Ungverjum 20. janúar í lokaleik riðilsins. Tvö lið fara áfram í milliriðl keppninnar. Áður en EM hefst leikur Ísland í æfingamóti í París þar sem liðið mætir Slóveníu í undanúrslitum mótsins en Frakkland og Austurríki eru hinar þjóðirnar á mótinu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.