Norðmenn án fjölmargra reynslu bolta á EM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

HANDBALL-WORLD-MEN-NOR-POR (Beate Oma Dahle / NTB / AFP)

Landsliðsþjálfari Noregs, Jonas Wille hefur tilkynnt þá átján leikmenn sem valdir hafa til að leika fyrir norska landsliðið á EM sem framundan er í janúar en mótið fer fram í Noregi, Danmörku og Svíþjóð.

Norðmenn verða án þriggja sterkra leikmanna á Evrópumótinu þar sem Christian O'Sullivan, Magnus Gullerud og Magnus Röd eru allir fjarverandi vegna meiðsla.

Þá vekur athygli að Sebastian Barthold hægri hornamaður Magdeburg er ekki í hópnum en Kevin Gulliksen leikmaður Elverum og Kasper Lien leikmaður Stuttgart eru hægri hornamennirnir í hópi Noregs.

Jonas Wille valdi markvörðinn, Robin Haug markvörð Hamburg fram yfir Andre Kristensen markvarðar Sporting í Portúgal en hann var orðaður við Flensburg fyrr í vetur.

Eins og fyrr segir er línumaðurinn, Magnus Gullerud að glíma við meiðsli en þá fékk Petter Øverby línumaður Kiel ekki kallið að þessu sinni.

Norðmenn eru í riðli með Frakklandi, Tékklandi og Úkraínu og hefja keppni 15. janúar.

Markmenn:

Torbjørn Bergerud - Wisla Plock
Robin Haug - Hamburg

Útileikmenn:

Sander Sagosen - Aalborg
Simen Lyse - Kolstad
William Aar - Tvis Holstebro
Tobias Grøndahl - Füchse Berlín
Magnus Fredriksen - Sönderjyske
Harald Reinkind - Kiel
Patrick Helland Andersson - Aalborg
Vetle Rønningen - Aalborg
Vetle Eck Aga - Kolstad
August Pedersen - Hannover-Burgdorf
Alexander Blonz - Aalborg
Kasper Lien - Stuttgart
Kevin Gulliksen - Elverum
Henrik Jakobsen - GOG
Thomas Solstad - Hannover-Burgdorf
Martin Hovde - Kolstad

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top