Andri Már sá eini á leið á sitt fyrsta stórmót
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Andri Már Rúnarsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Andri Már Rúnarsson leikmaður Erlangen er á leið á sitt fyrsta stórmót en hann er eini leikmaður í íslenska landsliðshópnum sem Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti í hádeginu í dag.

Andri Már er einn af fimm rétthendum útileikmönnum í hópnum en ásamt Andra eru þeir Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Janus Daði Smárason.

Andri Már á að baki fjóra landsleiki fyrir Ísland en hann gekk í raðir Erlangen í sumar frá Leipzig og er liðsfélagi Viggós Kristjánssonar. Faðir hans, Rúnar Sigtryggsson tók á dögunum við liði Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni en nú fetar Andri Már í fótspor föðursins og leikur á stórmóti í janúar.

Lokahóp Snorra Steins fyrir Evrópumótið má sjá hér.

Fyrsti leikur Íslands á Evrópumótinu fer fram föstudaginn 16.janúar er liðið mætir Ítalíu. Næstu mótherjar Íslands verða síðan Pólverjar áður en Ísland mætir Ungverjum í lokaleik sínum í riðlinum. Allir leikir Íslands í riðlakeppninni fara fram í Kristianstad í Svíþjóð.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 15
Scroll to Top