Finnst áhugavert að fá að sjá Einar Baldvin á landsliðsæfingum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Einar Baldvin Baldvinsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Einar Baldvin Baldvinsson markvörður Aftureldingar í Olís-deild karla verður í æfingahóp íslenska landsliðið í aðdraganda Evrópumótsins. Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti það á blaðamannafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum Arion Banka í hádeginu í dag.

Í samtali við Handkastið gerði Snorri Steinn hinsvegar ráð fyrir því að Einar Baldvin myndi ekki fara með liðinu til Frakklands 8.janúar er Ísland leikur í fjögurra liða æfingamóti í aðdraganda Evrópumótsins. 

Einar Baldvin hefur verið einn af betri markvörður Olís-deildarinnar undanfarin tímabil bæði með Gróttu og Aftureldingu en hann hefur aldrei leikið með íslenska landsliðinu. Hann lék með öllum yngri landsliðum Íslands á hans yngri árum.

,,Það er vont að vera einungis með tvo markmenn á æfingum ef markmenn meiðast á æfingum þá er æfingin gott sem ónýt. Einar Baldvin hefur staðið sig vel og ég valdi hann í 35 manna listann svo ég ákvað að vera með hann í æfingahópnum að þessu sinni. Ísak Steinsson var í æfingahópnum í fyrra og mér fainst áhugavert að fá að sjá Einar Baldvin á æfingunum með okkur og sjá hann í okkar umhverfi. Í leiðinni fær hann smjörþefinn að vera á landsliðsæfingum,” sagði Snorri Steinn spurður út í það ákvörðun að velja Einar Baldvin í æfingahópinn.

,,Eins erum við með Roland Eradze á æfingunum og stundum vilja Björgvin Páll og Viktor Gísli gera markmannsæfingar og því er mikilvægt að hafa þrjá markmenn á æfingum,” bætti Snorri Steinn við.

Lokahópinn má sjá hér.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 14
Scroll to Top