16 mörk Katrínar Helgu var ekki nóg – Sterkur sigur hjá FH stelpum í Mosó
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Thelma Dögg Einarsdóttir - wFH (Brynja T.)

Í kvöld mættust Afturelding og FH í Mosfellsbæ í Grill 66 deild kvenna.

Aftureldingar stelpur mættu mun ákveðnari til leiks og höfðu yfirhöndina í leiknum fyrsta korterið. Þá tók við algjörlega frábær kafli hjá FH stelpum sem tóku öll völd á vellinum. Fóru þær inn til búningsherbergja með 6 marka forskot. 14-20 voru hálfleikstölur.

Í seinni hálfleik héldu FH stelpur áfram uppteknum hætti og slökuðu ekkert á. Náðu þær mest að komast í 10 marka forskot í leiknum. Aftureldingar stelpur klóruðu aðeins í bakkann og náðu að minnka muninn niður í 6 mörk. Lokatölur urðu 25-31 fyrir FH.

Hjá Aftureldingu var Katrín Helga Davíðsdóttir stórkostleg með 16 mörk. Markvarslan hjá Áslaugu og Sigurdís með 12 varin skot.

Hjá FH var Ragnhildur Edda með 9 mörk. Sonja Szsöke var stórkostleg með 19 varin skot.

Sjáðu stöðuna í deildinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 9
Scroll to Top