HK stelpur komnar aftur á sigurbraut – Tinna Ósk með 11 mörk
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hafdís Iura - wVíkingur (Emma Elísa Jónsdóttir)

Í kvöld mættust HK og Víkingur í Kórnum í Grill 66 deild kvenna.

HK stelpur tóku strax frumkvæði í leiknum og voru betri allan fyrri hálfleikinn frá fyrstu mínútu til síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Eftir korter var staðan 8-6 og þegar flautað var til loka hálfleiksins var staðan 15-9.

Í seinni hálfleik var það sama upp á teningunum. HK stelpur slökuðu ekkert á og Víkingur náði mest að minnka muninn í 3 mörk. Mest náði HK að komast í 6 marka forskot. Lokatölur leiksins urðu 28-24 fyrir HK. Svo sannarlega var sigurinn aldrei í hættu. HK stelpur eru því aftur komnar á beinu brautina eftir að hafa tapað í síðustu umferð.

Hjá HK var Tinna Ósk Gunnarsdóttir markahæst með 11 mörk. Markvarslan skilaði þeim 9 boltum vörðum.

Hjá Víking var Valgerður Elín Snorradóttir markahæst með 9 mörk. Þyrí Erla varði 7 skot.

Sjáðu stöðuna í deildinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 18
Scroll to Top