Ýmir Örn Gíslason (Kristinn Steinn Traustason)
Sérfræðingar RÚV á EM í janúar þeir, Logi Geirsson, Ólafur Stefánsson og Kári Kristján Kristjánsson opinberuðu allir sinn EM hóp á samfélagsmiðlum RÚV í gær en Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnir EM hóp sinn á fréttamannafundi í hádeginu í dag. Það verður að segjast eins og er að sérfræðingarnir þrír fara allir áhugaverðar leiðir í sínu vali og þá allra helst Logi og Kári Kristján. Allir voru þeir sammála um markvarðarstöðuna þar sem þeir völdu allir Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísla Hallgrímsson. Í vinstra horninu voru Kári Kristján og Ólafur Stefánsson sammála og völdu Stiven Tobar Valencia og Orra Frey Þorkelsson á meðan Logi Geirsson valdi Orra Frey og Bjarka Má Elísson. Óli Stef og Logi völdu báðir Sigvalda Björn Guðjónsson og Óðin Þór Ríkharðsson í hægra hornið á meðan Kári Kristján valdi einungis Óðin Þór. Einar Þorsteinn Ólafsson var í hópnum hjá þeim öllum en Kári Kristján og Logi völdu hvorugir Ými Örn Gíslason. Kári valdi Jón Bjarna Ólafsson leikmann FH, Arnar Frey og Elliða Snæ á meðan Logi valdi Arnar Frey, Elliða og Svein Jóhannsson. Óli Stef sá enga ástæðu til að gera breytingar á línumannastöðunni og valdi Elliða Snæ, Ými Örn og Arnar Frey. Allir voru þeir sammála með Viggó Kristjánsson og Ómar Inga Magnússon en Kári Kristján og Logi völdu einnig Kristján Örn Kristjánsson, Donna. Af rétthendu útileikmönnunum voru þeir allir sammála um Janus Daða, Gísla Þorgeir, Elvar Örn og Hauk Þrastarson. Óli Stef. valdi Andra Má Rúnarsson og Þorstein Leó Gunnarsson í sinn hóp á meðan Kári Kristján valdi Reyni Þór Stefánsson og Andra Má. Logi Geirsson sá hinsvegar einungis ástæðu til að velja fimm rétthenda og var þar með Þorstein Leó í sínum hóp. Athyglisverðir hópar hjá þremenningunum en eins og fyrr segir verður hópur Snorra Steins tilkynntur klukkan 13:00 í dag.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.