Lokahópur Íslands fyrir EM – Sigvaldi og Stiven heima
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland (ADA)

Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti lokahóp sinn fyrir Evópumótið sem hefst 15.janúar í höfuðstöðvum Arion Banka í hádeginu í dag.

Fyrsti leikur Íslands á Evrópumótinu fer fram föstudaginn 16.janúar er liðið mætir Ítalíu. Næstu mótherjar Íslands verða síðan Pólverjar áður en Ísland mætir Ungverjum í lokaleik sínum í riðlinum. Allir leikir Íslands í riðlakeppninni fara fram í Kristianstad í Svíþjóð.

Landsliðið kemur saman til æfinga 2.janúar en liðið leikur á fjögurra liða æfingamóti í París í aðdraganda mótsins þar sem liðið mætir Slóveníu í undanúrslitum mótsins. Sigurvegararnir úr þeim leik mæta síðan sigurvegurunum úr leik Frakklands og Austurríkis. Tapliðin mætast síðan innbyrgðis. 

Sigvaldi Björn Guðjónsson og Stiven Tobar Valencia eru ekki í hópnum. Orri Freyr Þorkelsson og Bjarki Már Elísson fara sem vinstri hornamenn og Óðinn Þór Ríkharðsson og Teitur Örn Einarsson sem hægri hornamenn.

Þorteinn Leó Gunnarsson og Einar Baldvin Baldvinsson verða í æfingahóp íslenska landsliðsins fyrir mót.

Andri Már Rúnarsson leikmaður Leipzig er á leið á sitt fyrsta stórmót.

Markmenn:

Björgvin Páll Gústavsson, Valur (284/26)

Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona (71/2)

Aðrir leikmenn:

Andri Már Rúnarsson, Erlangen (4/4)

Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen (104/109)

Bjarki Már Elísson, Veszprém (126/419)

Einar Þorsteinn Ólafsson, Hamburg (24/7)

Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (61/134)

Elvar Örn Jónsson, Magdeburg (90/205)

Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg (72/159)

Haukur Þrastarsson, Rhein-Neckar Löwen (45/63)

Janus Daði Smárason, Pick Szeged (98/176)

Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg (37/72)

Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (29/91)

Óðinn Þór Ríkharðsson, Kaddetten Schaffhausen (55/165)

Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg (91/328)

Teitur Örn Einarsson, Gummersbach (45/44)

Viggó Kristjánsson, Erlangen (70/215)

Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (105/48)

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 46
Scroll to Top