Tinna Valgerður Gísladóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)
KA/Þór og Valur mættust í kvöld í 6.umferð Olís deildar kvenna og fer Hlíðarnda liðið með tvö stig frá Akureyri. Heimastúlkur byrjuðu betur á Akureyri í kvöld og var liðið fjórum mörkum yfir í hálfleik 13-9. Gestirnir í Val snéru við leiknum með frábærum síðari hálfleik og landaði liðið 23-30 sigri. Valur situr eftir sigurinn í kvöld á toppi deildarinnar á meðan KA/Þór er í því sjötta. Atkvæðamestar í liði KA/Þór voru Tinna Valgerður Gísladóttir en hún skoraði 9.mörk í kvöld. Susanne Denise Pettersen fylgdi henni á eftir með sjö mörk. Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir var atkvæðamest gestanna með átta mörk. Lovísa Thompsen fylgdi Ásthildi á eftir með fimm mörk. Leikurinn hefst klukkan 19:00.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.