Nikolaj Jacobsen - Danmörk (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)
Danski landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen hefur valið 19 manna lokahóp sinn fyrir Evrópumótið sem fer fram í Noregi, Danmörku og Svíþjóð í janúar á næsta ári. Óvæntustu tíðindin í vali Nikolaj er valið á nýliðanum, Mads Svane leikmanni Mors Thy í dönsku úrvalsdeildinni. Mads Svane er fæddur árið 2002 og á engan landsleik að baki fyrir danska landsliðið. Þá er ljóst að Frederik Bo Andersen er á leið á sitt fyrsta stórmót. Danir leika sína leiki í riðlakeppninni í Herning í Danmörku en liðið er í riðli B með Norður-Makedóníu, Portúgal og Rúmeníu. 19 manna lokahópur Danmerkur má sjá hér að neðan: Markverðir: Vinstri horn: Hægra horn: Útileikmenn:
Emil Nielsen
Kevin Møller
Magnus Landin
Emil Jakobsen
Johan Hansen
Nicklas Kirkeløkke
Frederik Bo Andersen
Lasse Andersson
Lasse Møller
Simon Pytlick
Mads Svane
Rasmus Lauge
Mads Mensah
Mads Hoxer
Mathias Gidsel
Línumenn:
Emil Bergholt
Simon Hald
Magnus Saugstrup
Lukas Jørgensen

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.