Óvæntur nýliði í lokahóp Danmerkur fyrir EM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Nikolaj Jacobsen - Danmörk (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Danski landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen hefur valið 19 manna lokahóp sinn fyrir Evrópumótið sem fer fram í Noregi, Danmörku og Svíþjóð í janúar á næsta ári.

Óvæntustu tíðindin í vali Nikolaj er valið á nýliðanum, Mads Svane leikmanni Mors Thy í dönsku úrvalsdeildinni. Mads Svane er fæddur árið 2002 og á engan landsleik að baki fyrir danska landsliðið.

Þá er ljóst að Frederik Bo Andersen er á leið á sitt fyrsta stórmót.

Danir leika sína leiki í riðlakeppninni í Herning í Danmörku en liðið er í riðli B með Norður-Makedóníu, Portúgal og Rúmeníu. 

19 manna lokahópur Danmerkur má sjá hér að neðan:

Markverðir:
Emil Nielsen
Kevin Møller

Vinstri horn:
Magnus Landin
Emil Jakobsen

Hægra horn:
Johan Hansen
Nicklas Kirkeløkke
Frederik Bo Andersen

Útileikmenn:
Lasse Andersson
Lasse Møller
Simon Pytlick
Mads Svane
Rasmus Lauge
Mads Mensah
Mads Hoxer
Mathias Gidsel

Línumenn:

Emil Bergholt
Simon Hald
Magnus Saugstrup
Lukas Jørgensen

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 8
Scroll to Top