Slæmt gengi KA/Þórs undanfarnar vikur – Aginn fór á einu bretti
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Jónatan Magnússon (Sigurður Ástgeirsson)

Nýliðar KA/Þórs hófu tímabilið af miklu krafti og unnu þrjá fyrstu leikina sína í Olís-deildinni en eftir það hefur lítið gengið og hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í deildinni og nú síðast tapaði liðið með 15 marka mun gegn Haukum í 10.umferð Olís-deildarinnar.

Rætt var um Olís-deild kvenna í nýjasta þætti Handkastsins þar sem Einar Ingi Hrafnsson og Ásgeir Jónsson voru gestir þáttarins. Einar Ingi var spurður út í frammistöðu KA/Þórs í leiknum gegn Haukum og hafði þetta að segja.

,,Í byrjun tímabils voru þær heilsteyptar og agaðar og þú vissir að hverju þú gekkst þegar þú varst að horfa á þær en eftir þessa pásu var allt það farið á einu bretti,” sagði Einar Ingi sem telur lið KA/Þórs vera á réttum stað í deildinni en liðið er í 6.sæti Olís-deildarinnar með níu stig, jafn mörg stig og Haukar.

,,Þetta jafnast yfirleitt þegar líður á og þær eru að komast á eðlilegan stað myndi maður halda.”

Eftir ótrúlegan endurkomusigur gegn Fram í 6.umferðinni þegar liðið vann eins marks sigur í Úlfarsárdalnum hefur ekkert gengið hjá liðinu. KA/Þór var stálheppið að ná í stig gegn botnliði Stjörnunnar sem hafði náð góðri forystu í leik liðanna í 7.umferðinni.

Í kjölfarið tapaði liðið með 13 mörkum gegn ÍBV í Vestmannaeyjum og tapaði svo lokaleik sínum fyrir HM-pásuna á heimavelli gegn Selfossi 24-27 en það var annar sigur Selfoss á tímabilinu.

Það bíður liðsins síðan verðugt verkefni í kvöld þegar Íslands- og deildarmeistarar Vals koma í heimsókn í KA-heimilið í lokaumferð Olís-deildarinnar fyrir áramót. Leikur KA/Þórs og Vals hefst klukkan 19:00 í kvöld.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 12
Scroll to Top