Þorsteinn Leó Gunnarsson 4 (Kristinn Steinn Traustason)
Handkastið ræddi við Snorra Stein eftir valið í dag og mun á næstu dögum birta svör Snorra Steins við hinum og þessum spurningum Handkastsins. Til að byrja með vildum við fá að vita hver var erfiðasta ákvörðunin við val Snorra á lokahópnum að þessu sinni. ,,Frá mínum bæjardyrum séð þá er ekkert vesen á milli HSÍ og Porto. Mér finnst öll samskipti og upplýsingaflæði hafa verið mjög gott. Það sem gerist er að Þorsteinn Leó meiðist og hann lætur okkur vita. Við tekur ferli sem er á milli landa og tekur sinn tíma. ,,Hann fékk mjög góða meðhöndlun og var í mjög góðum höndum og það var mjög fagmannlega staðið af öllu hjá Porto. Við reyndum að fá hann heim en þeir vildu ekkert endilega hleypa honum heim og það kom góð og gild ástæða fyrir því og ein af ástæðunum var þessi meðhöndlun sem hann þurfti að fá þar." ,,Það hefði auðvitað verið gott að vera með eitthvað frá Örnólfi (lækni landsliðsins) og Jónda (sjúkraþjálfara landsliðsins) fyrir valið en það var ekki og þess vegna fór ég þá leið að velja aðra 18 leikmenn. Ef út í það fer að Þorsteinn heldur áfram að þeirri leið sem hann er á, þá fer hann með okkur til Frakklands og verður hluti af liðinu og verður í kringum liðið." ,,En það segir sig sjálft að ef við förum ekki varlega og pössum ekki uppá hann og það kemur bakslag þá þýðir það einfaldlega að EM sé búið. Þetta er líka fín lína og aðalstarf leikmannsins þarf að vera númer 1, 2 og 3,” sagði Snorri Steinn sem segir það ráðast eftir áramót hvort Þorsteinn Leó fari með landsliðinu út til Frakklands 8.janúar í æfingaleikina fyrir EM. Ítarlegri svör Snorra Steins um Þorstein Leó má sjá hér að neðan þar sem hann segir meðal annars dreyma um að geta notað Þorstein Leó í milliriðlinum á EM, komist liðið þangað.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.