Eva Björk Davíðsdóttir - wStjarnan (Sævar Jónasson)
Stjarnan vann sinn fyrsta leik í Olís-deild kvenna í dag í lokaleik deildarinnar fyrir jólafrí er þær unnu Fram á heimavelli, 34-31 eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik 14-13. Eva Björk Davíðsdóttir fór fyrir liði Stjörnunnar bæði varnar- og sóknarlega og var markahæst allra á vellinum með 13 mörk. Fram var undir nær allan leikinn en um miðbik seinni hálfleiks komust þær loks yfir í leiknum og komust meiri segja tveimur mörkum yfir. Þá héldu eflaust flestir að Fram stelpur myndi sigla sigrinum í höfn en annað kom á daginn. Stjarnan sýndi mikla baráttu og reyndust sterkari aðilinn á síðustu mínútum leiksins og unnu að lokum þriggja marka sigur og fyrsti sigur liðsins í vetur staðreynd. Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir var frábær í marki Stjörnunnar með 17 varin skot. Ethel Gyða Bjarnasen var með 13 varin skot hjá Fram og Arna Sif Jónsdóttir einn varinn bolta. Ásdís Guðmundsdóttir og Harpa María Friðgeirsdóttir voru markahæstar í liði Fram með sex mörk hvor.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.