Arndís Áslaug verður hjá Gróttu til 2028
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Arndís Áslaug (Grótta

Arndís Áslaug Grímsdóttir hefur framlengt samning sinn við Gróttu og gildir hann út tímabilið 2027-2028. Arndís Áslaug er 18 ára og leikur sem línumaður. Er hún ennþá gjaldgeng í 3. flokki kvenna.

Í meistaraflokki hefur Arndís komið við sögu í 10 leikjum í Grill 66-deildinni á þessu tímabili og skorað 10 mörk. Þrátt fyrir að vera bara 18 ára á hún 51 leik að baki með meistaraflokki. Hefur hún einnig æft með unglingalandsliðum Íslands á síðustu árum.

„Arndís er virkilega efnilegur leikmaður sem gaman verður að sjá taka næsta skref. Hún er öflug beggja megin vallarins og hefur sýnt það að hún er framtíðarleikmaður Gróttu“ sagði Júlíus Þórir Stefánsson þjálfari Gróttuliðsins þegar blekið var búið að þorna á samningnum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 8
Scroll to Top