Dominik Kuzmanovic (Damir SENCAR / AFP)
Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að handboltinn, Þjóðaríþróttin sé fyrirferðarmikil í kjöri samtaka íþróttafréttamanna yfir íþróttamann- lið og þjálfara ársins, fyrir árið 2025. Alls eru tveir handknattleiksmenn á listanum yfir tíu efstu í kjöri Íþróttamanns ársins. Tveir handboltaþjálfarar eru meðal þriggja efstu í kjöri á þjálfara ársins og þá eru tvö handboltalið meðal þriggja efstu í kjöri á liði ársins. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leikmenn Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni eru á meðal tíu efstu í kjöri Íþróttamanns ársins 2025 hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Ágúst Þór Jóhannsson fyrrum þjálfari kvennaliðs Vals sem var þjálfari Deildar- Íslands og Evrópubikarmeistari á árinu og Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króatíu sem fór með Króatíu alla leið í úrslita heimsmeistaramótsins í janúar eru á meðal þriggja efstu í kjöri á þjálfara ársins. Íslands- og bikarmeistarar Fram í karlaflokki og Íslands- deildar og Evrópubikarmeistarar Vals í kvennaflokki eru tvö af þremur liðum sem eru efst í kjöri á liði ársins fyrir 2025. Í morgun var upplýst hvaða íþróttamenn eru í tíu efstu sætum kjörsins sem verður lýst í 70. sinn í hófi í Silfurbergi í Hörpu, laugardaginn 3. janúar 2026. Gísli Þorgeir og Ómar Ingi eru landsliðsmenn og leika enn fremur með þýska liðinu SC Magdeburg sem varð Evrópumeistari í júní sl. Kjör Íþróttamanns ársins fer fram í Silfurbergi í Hörpu, laugardaginn 3. janúar 2026. Á sama tíma verður tilkynnt hver sé þjálfari og íþróttalið ársins. Tíu efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2025: Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins 2025: Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins 2025:
Dagur Kári Ólafsson, fimleikar
Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti
Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti
Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti
Hildur Maja Guðmundsdóttir, fimleikar
Jón Þór Sigurðsson, skotfimi
Ómar Ingi Magnússon, handbolti
Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund
Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti
Ágúst Þór Jóhannsson, handbolti
Dagur Sigurðsson, handbolti
Heimir Hallgrímsson, fótbolti
Breiðablik kvenna, fótbolti
Fram karla, handbolti
Valur kvenna, handbolti

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.