Haukur Þrastar stoðsendingahæstur í Bundesligunni – 4 Íslendingar á Top 20
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Haukur Þrastarson (Kadir Caliskan / Middle East Images via AFP)

Selfyssingurinn Haukur Þrastarson hefur átt frábært tímabil í Þýskalandi í vetur með liði Rhein-Neckar Löwen eftir að hann gekk í raðir liðsins síðasta sumar frá rúmenska liðinu Dinamo Bukarest.

Haukur er stoðsendingahæstur allra leikmanna í Þýsku Bundesligunni. Hefur hann átt 94 stoðsendingar í 18 leikjum.

Gísli Þorgeir Kristjánsson er í 3. sæti með 79 stoðsendingar. Ómar Ingi Magnússon er í 10. sæti með 55 stoðsendingar. Viggó Kristjánsson er svo í 12. sæti með 53 stoðsendingar.

Allir þessir leikmenn verða í eldlínunni og klárir í bátana á Evrópumótið sem hefst 15 janúar. Nokkuð ljóst að þessir frábæru leikmenn okkar Íslands mæta í toppformi á mótið.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 12
Scroll to Top